Saga Eflingar

Ungmennafélagið Efling var stofnað 2. apríl árið 1904.

Lög félagsins við stofnun þess hljómuðu þannig:

1. grein; Félag vort heitir Ungmennafélagið Efling

2. grein; Tilgangur félagsins er:

a) að vekja starfslöngun æskumanna, efla andlegt og líkamlegt atgjörfi þeirra og beina starfslöngun þeirra að því, sem verða má landi og þjóð til gagns og sóma.

b) að vekja þjóðrækni æskumanna og löngun þeirra til að vernda og efla þjóðlega menningu, listir og tungu,

c) að efla félagslegan og þegnlegan þroska æskumanna og æfa þá í að beita kröftum sínum í félagið,

d) að efla siðgæði og hófsemi æskumanna í hvívetna og innræta hjá þeim háttprýði, drenglund og mannúð,

e) að styðja að skemmtunum í sveitinni.

3. grein; Tilgangi sínum leitast félagið við að ná með félagslegu skipulagi, fundarhöldum, fyrirlestrum, samræðum, leikjum, likamsæfingum og skemmtunum, er félagsmenn taki þátt í og vinni að undir stjórn þar til kjörinna manna.

4. grein; Félagsmenn geta þeir orðið:

a) sem dvöl eiga í Reykdælahreppi,

b) sem eru 10 ára eða eldri og fá meirihluta atkvæða á fundi til upptöku í félagið, 

c) sem tala og rita íslensku.

5. grein; Aðalskyldur félagsmanna eru:

a) að greiða í félagssjóð árgjald, sem ákveðið er á hvers árs aðalfundi. Félagar innan 14 ára aldurs eru þó eigi gjaldskyldir, en hafa eigi heldur atkvæðisrétt á fundum félagsins,

b) að vinna eitt dagsverk í þarfir félagsins, ef þeir eru til þess hvaddir, eða greiða ella andvirði þess til félagsins.

6. grein; Í stjórn félagsins skulu sitja þrír menn, formaður, ritari og féhirðir, er kosnir séu til eins árs í senn á aðalfundi félagsins, og aðrir þrír til vara. Sá er setið hefur í stjórn félagsins þrjú ár eða lengur getur skorast undan endurkosningu næstu 3 ár.

7. grein; Aðalfund skal halda í janúar ár hvert og aðra fundi eigi færri en fimm til sex á ári. Félagsárið skal miðast við aðalfund. Fundur er lögmætur ef helmingur félagsmanna er viðstaddur, þeirra, er í sveitinn dvelja og ræður oft atkvæði úrslitum fundarmála.

8. grein; Aðalskyldur formanns eru þessar:

a) hann kveður til allra funda og stjórnar aðalfundi.

b) Hann skal í lok hvers fundar nefna þrjá menn til að undirbúa málefni og sjá um skemmtanir á næsta fundi. Skulu þeir einnig stjórna fundinum í smráði við formann. 

c) hann veitir forstöðu þeim málum, er félagið varða og er málsvari þess út á við.

d) hann stýrir líkamsæfingum félagsmanna, nema aðrir séu til þess kvaddir.

9. grein; Ritari heldur gerðabók félagsins, skrásetur lög þess og semur árlega félagsmannatal.

10. grein; Féhirðir innheimtir gjöld öll til félagsins og hefur á hendi allar fjárreiður félagsins með samráði við formann. Hann færir alla reikninga félagsins og ritar þá í þar til gerða bók. 

11. grein; Á hvers árs aðalfundi skal formaður gefa skýrslu um starfsemi félagsins á árinu og árangur hennar og færir ritari hana í gerðabók félagsins. Þar leggur féhirðir fram til samþykktar ársreikninga félagsins, endurskoðaða af þar til kjörnum mönnum.

12. grein; Vilji einhver félagsmaður ganga úr félaginu, skal hann tilkynna það á aðalfundi, áður en stjórnarkosning fer fram.

13. grein; Lögum þessum má eigi breyta nema á aðalfundi og sé meira en helmingur félagsmanna með breytingunni.

14. grein; Lög þessi öðlast gildi, þegar tveir þriðju félagsmanna hafa samþykkt þau á aðalfundi félagsins.

15. grein; Æfifélagar: Æfifélagar geta þeir einir orðið:

a) þeir félagar sem burt eru fluttir af félagssvæðinu,

b) þeir sem náð hafa fimmtugsaldri og dvöl eiga á félagasvæðinu og óska að gerast æfifélagar.

II Æfifélagar hafa málfrelsi og tillögurétt á fundum félagsins, en skyldur engar aðrar en þær að greiða tilskilið gjald við inntöku

III Æfigjald skal vera kr. 500 – gkr – 5 nýkr.