Tippleikur Eflingar er kominn af stað. Fólk var þó nokkuð rólegt svona í byrjun vetrar því aðeins skiluðu 4 inn röð í fyrstu umferð. Þessir einstaklingar hafa því náð í sín fyrstu stig þennan veturinn.

Vikan var nokkuð jöfn og voru 3 af 4 jafnir á toppnum með 7 rétta og þurfti því að grípa í reglubókina til að úrskurða um endanlega röð þeirra. Þar telur fyrst fjöldi leikja með ,,einfalt“ viðmerki (s.s. ekki tví- eða þrítryggður).  Því næst telja réttir leikir með einf. + tvítryggingu.

Eftir að fengið endanlegan úrskurð byggðan á þessari reglu er röð þátttakenda og stigaskor þessa vikuna þessi:

1. Andri Hnikarr – 6 stig

2. Daníel Sólveigarson – 5 stig

3. Guðmundur Smári – 4 stig

5. Bryndís Pétursdóttir – 3 stig

Nánari upplýsingar um stöðu og útreikning má finna hér.