Þorrablót Eflingar var haldið laugardaginn sem leið. Um 170 manns sóttu blótið sem var hin mesta skemmtun og stóð þorrablótsnefndin sig með stakri prýði við að halda uppi fjörinu með góðum og fjölbreyttum skemmtiatriðum. Hljómsveitin Lúxus spilað síðan fyrir ballgesti og var stemningin mjög góð. Tilkynnt var hverjir myndu skipa næstu þorrablótsnefnd og eru það eftirfarandi aðilar:

Baldur Daníelsson

Brynjar Þór Ríkharðsson

Hanna Sigrún Helgadóttir

Hugrún Birta Kristjánsdóttir

Víðir Pétursson

Þóra Fríður Björnsdóttir