Hér fer Lorenzo þjálfari yfir málin með leikmönnum

Efling var með eitt lið í 4. flokki á A-N móti á Húsavík um helgina. Var þetta í fyrsta skiptið sem Efling er með lið í 6 manna blaki í unglingaflokki hingað til hefur Efling einungis verið með í krakkablaki þar sem spila 4 gegn 4.

Liðið spilaði 3 leiki á laugardaginn og 2 leiki á sunnudaginn og voru þetta allt hörkuleikir. Efling sigraði 2 leiki, báða í oddahrinu, en tapaði 3 leikjum þar sem einn tapaðist í oddahrinu og hinir með litlum mun.

Þeir sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni voru Stefán Bogi Aðalsteinsson, Inga Sigurrós Þórisdóttir, Auður Friðrika Arngrímsdóttir, Natalia Sól Jóhannsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir og Indriði Ketilsson.

(myndirnar tók Svanhildur Kristjánsdóttir)

Liðið sem spilaði á sunnudeginum
Liðið sem spilaði á laugardeginum