Þorrablót Eflingar var haldið laugardaginn sem leið. Um 170 manns sóttu blótið sem var hin mesta skemmtun og stóð þorrablótsnefndin sig með stakri prýði við að halda uppi fjörinu með góðum og fjölbreyttum skemmtiatriðum. Hljómsveitin Lúxus spilað síðan fyrir ballgesti og var stemningin mjög góð. Tilkynnt var hverjir myndu skipa næstu þorrablótsnefnd og eru það eftirfarandi aðilar:

Baldur Daníelsson

Brynjar Þór Ríkharðsson

Hanna Sigrún Helgadóttir

Hugrún Birta Kristjánsdóttir

Víðir Pétursson

Þóra Fríður Björnsdóttir

 

Fyrsti bikarleikur Eflingar.

Karlalið Eflingar tók í fyrsta skipti þátt í bikarkeppni BLÍ í gærkvöldi þegar liðið heimsótti KA á Akureyri. Úr varð skemmtilegur leikur þar sem jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en þegar leið á leikinn var reynslumikið lið KA fullstór biti fyrir okkar menn og landaði nokkuð öruggum 3 – 0 sigri. Baráttan og leikgleðin í okkar mönnum var þó í fyrirrúmi allan tímann þar sem allir leikmenn liðsins tóku þátt og stóðu sig með prýði.

Áhugaverðir punktar:
Skemmtilegt er að geta þess að bæði í þessum leik sem og í Íslandsmótinu sem liðið tók þátt í í lok Október spilaði Aðalsteinn Már (á Hjalla) með sonum sínum tveim, þeim Ísak og Stefáni Boga. Sannarlega mikið blakfjölskylda þar á ferð.
Arnar Ingi Sæþórsson spilaði þarna sinn fyrsta blakleik en hann byrjaði að æfa blak í Október. Hann var í byrjunarliðinu.
Einn bikarmeistari var í liðinu í gær. Kristinn Björn Haraldsson átti titil að verja en hann hefur orðið bikarmeistari með KA síðustu 2 árin.

Mynd af liðinu. Efri röð frá vinstri: Arnar Ingi, Jóhann Ágúst, Jónas Halldór, Árni Pétur, Ísak Már og Stefán Bogi. Neðri röð frá vinstri: Óliver, Aðalsteinn Már, Kristinn Björn, Hnikarr og Ómar.bikarleikur