Liðsmynd 1
Hópurinn sem tók þátt á mótinu

Efling sendi eitt lið til keppni á Nikulásarmótið á Ólafsfirði um helgina. Liðið keppti í 7. flokki og var skipað eftirfarandi

7. flokkur Eflingar
7. flokkur Eflingar

leikmönnum; Katarínu Eik Káradóttur, Gunnari Flóvent Guðmundssyni, Helga Smára Guðmundssyni, Kára Búasyni, Jóni Andra Hnikarssyni, Pétri Friðrik Jónssyni, Elvu Rut Birkisdóttur og Hjörvari Þór Hnikarssyni sem spilaði með heimamönnum í KF í 8. flokki.

Krakkarnir stóðu sig frábærlega en flest voru þau að taka þátt á sínu fyrsta knattspyrnumóti. Þau skoruðu einhver mörk og fengu á sig nokkur en á Nikulásarmóti skiptir ekki máli hversu mörg mörk eru skoruð, aðalmálið er að hafa gaman af því að spila fótbolta. Allir fengu svo gullpening, sundpoka og handklæði að launum fyrir þátttökuna og svo var skellt í grillveislu og vatnsrennibraut í lokin niður skíðastökkpallinn.

Frábær dagur á Ólafsfirði. Áfram Efling.

Fleiri myndir er hægt að sjá á facebook síðunni: Ungmennafélagið Efling