Þar sem okkur langar að fá fleiri með í tippleikinn okkar þá ætlum við að bjóða fólki að vera með í 1 mánuð í einu fyrir 1500 kr. Áfram er þó hægt að borga 10.000 kr fyrir allan veturinn (7 mánuðir eftir).

Það eina sem þarf að gera er að tippa á enska getraunaseðilinn, merkja hann með 650 (ég styð Eflingu) og senda mynd af honum á tippleikureflingar@gmail.com

Daníel Örn var tippari mánaðarins í september og hlaup bol, gjafabréf á hamborgarafabrikkuna og kassa af kók í dós í verðlaun. Þeir sem lentu í 2. – 5. sæti fengu svo kippu af kók í dós í verðlaun.

IMG_1312 IMG_1313