Um síðustu helgi eignaðist Efling enn á ný Íslandsmeistara í flokki sveigboga á Íslandsmótinu í bogfimi sem fram fór í Reykjavík. Þeir Guðmundur Smári og Jóhannes Friðrik uðru báðir Íslandsmeistarar í sínum flokkum, Guðmundur í karlaflokki og Jóhannes í unglingaflokki, auk þess sem Tómas, faðir Jóhannesar, fékk brons í karlaflokki. Við óskum þeim innilega til hamingju með frábæran árangur.

Auk þess hlaut Jóhannes útnefninguna ,,Íþróttamaður HSÞ“ fyrir árið 2015 og óskum við honum innilega til hamingju með þann frábæra árangur.