Fyrsti bikarleikur Eflingar.

Karlalið Eflingar tók í fyrsta skipti þátt í bikarkeppni BLÍ í gærkvöldi þegar liðið heimsótti KA á Akureyri. Úr varð skemmtilegur leikur þar sem jafnræði var með liðunum í byrjun leiks en þegar leið á leikinn var reynslumikið lið KA fullstór biti fyrir okkar menn og landaði nokkuð öruggum 3 – 0 sigri. Baráttan og leikgleðin í okkar mönnum var þó í fyrirrúmi allan tímann þar sem allir leikmenn liðsins tóku þátt og stóðu sig með prýði.

Áhugaverðir punktar:
Skemmtilegt er að geta þess að bæði í þessum leik sem og í Íslandsmótinu sem liðið tók þátt í í lok Október spilaði Aðalsteinn Már (á Hjalla) með sonum sínum tveim, þeim Ísak og Stefáni Boga. Sannarlega mikið blakfjölskylda þar á ferð.
Arnar Ingi Sæþórsson spilaði þarna sinn fyrsta blakleik en hann byrjaði að æfa blak í Október. Hann var í byrjunarliðinu.
Einn bikarmeistari var í liðinu í gær. Kristinn Björn Haraldsson átti titil að verja en hann hefur orðið bikarmeistari með KA síðustu 2 árin.

Mynd af liðinu. Efri röð frá vinstri: Arnar Ingi, Jóhann Ágúst, Jónas Halldór, Árni Pétur, Ísak Már og Stefán Bogi. Neðri röð frá vinstri: Óliver, Aðalsteinn Már, Kristinn Björn, Hnikarr og Ómar.bikarleikur