Efling mætti með 2 lið á krakkablaksmót á Akureyrir síðasta laugardag. Yngra liðið keppti í 6. flokki á 1. stig, en þar á að grípa alla bolta og kasta þeim yfir aftur og snúa svo um eina stöðu í hvert skipti. Síðan eru leikmenn úr ef þeir ná ekki að grípa og eru ,,frelsaðir“ aftur ef liðsfélagar grípa 3 bolta í röð.

Eldra liðið keppti svo í 4. flokki á 3. stigi, en þar taka leikmenn á móti fyrsta bolta, grípa annan bolta og senda á smassara sem slá þriðju snertinguna yfir netið. Stig fæst í hvert sinn sem boltinn fer í gólf eða útaf.

Bæði lið stóðu sig mjög vel en íþróttin er ný af nálinni hjá okkur og einungis verið æfð í 3 vikur fyrir mótið.
IMG_9889 IMG_9865