Hér fer Lorenzo þjálfari yfir málin með leikmönnum

Efling var með eitt lið í 4. flokki á A-N móti á Húsavík um helgina. Var þetta í fyrsta skiptið sem Efling er með lið í 6 manna blaki í unglingaflokki hingað til hefur Efling einungis verið með í krakkablaki þar sem spila 4 gegn 4.

Liðið spilaði 3 leiki á laugardaginn og 2 leiki á sunnudaginn og voru þetta allt hörkuleikir. Efling sigraði 2 leiki, báða í oddahrinu, en tapaði 3 leikjum þar sem einn tapaðist í oddahrinu og hinir með litlum mun.

Þeir sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni voru Stefán Bogi Aðalsteinsson, Inga Sigurrós Þórisdóttir, Auður Friðrika Arngrímsdóttir, Natalia Sól Jóhannsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir og Indriði Ketilsson.

(myndirnar tók Svanhildur Kristjánsdóttir)

Liðið sem spilaði á sunnudeginum
Liðið sem spilaði á laugardeginum

Þorrablót Eflingar var haldið laugardaginn sem leið. Um 170 manns sóttu blótið sem var hin mesta skemmtun og stóð þorrablótsnefndin sig með stakri prýði við að halda uppi fjörinu með góðum og fjölbreyttum skemmtiatriðum. Hljómsveitin Lúxus spilað síðan fyrir ballgesti og var stemningin mjög góð. Tilkynnt var hverjir myndu skipa næstu þorrablótsnefnd og eru það eftirfarandi aðilar:

Baldur Daníelsson

Brynjar Þór Ríkharðsson

Hanna Sigrún Helgadóttir

Hugrún Birta Kristjánsdóttir

Víðir Pétursson

Þóra Fríður Björnsdóttir