Myndin er fenginn af fb síðu Guðnýjar.

Efling var sannarlega fyrirferðamikið í íþróttalífinu um helgina. Hjónin Tómas Gunnarsson og Guðný Grímsdóttir úr Lautum kepptu á Íslandsmótinu í bogfimi í Reykjavík. Tómas datt út í útsláttarkeppni en Guðný gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í flokki 50 ára og eldri auk þess að ná 3. sæti í opnum flokki. Sannarlega glæsilegur árangur hjá henni.

Karlalið Eflingar í blaki keppti á þriðja og síðasta móti Íslandsmótsins þar sem liðið spilar í 2. deild. Liðið vann 2 leiki og tapaði 3 í þessari umferð og endaði í 6. sæti í heildina af 9 liðum. Þeir sem skipuðu liðið að þessu sinni voru: Ómar Jónsson, Sigurbjörn Árni, Aðalsteinn Már, Ísak Már, Stefán Bogi, Hnikarr og Kristinn Björn.

Síðan má geta þess að lið HSÞ varð Íslandsmeistari í 6. deild kvenna þar sem Efling átti sína fulltrúa.

Óskum við þessu flotta íþróttafólki okkar til hamingju með árangurinn.