BÚNINGAPÖNTUN

2. pöntun á hinum geysivinsælu Eflingarbúningum verður send inn næsta mánudag. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í þeirri pöntun þurfa að senda okkur upplýsingar helst fyrir helgi, í síðasta lagi um helgina.

Treyjurnar er hægt að fá stutt- og langerma. Þær verða með merki félagsins og lógói styrktaraðila að framan. Hægt er að fá nafn og númer á bakið.

Stærðinar á treyjum og buxum eru:
6 – 8 (ára)
10 – 12 (ára)
14 – 16 (ára)
Small
Medium
Large
X – large

Stærðir á sokkum:
28-31
32-35
36-30
41-45

Verð á settinu (treyja, buxur og sokkar):
Án númers og nafns: 4000 kr
Með númeri og/eða nafni: 5000 kr

Verð á stökum flíkum:
Treyja án merkinga: 2500 kr
Treyja með merkingu: 3500 kr
Buxur: 1500 kr
Sokkar 1000 kr

Til að panta þarf að senda tölvupóst á umfefling@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn þess sem pantar
Stærð á treyju
Stærð á buxum
Stærð á sokkum
Númer á treyju ef þess er óskað
Áletrun á treyju ef þess er óskað

Hægt er að sjá mynd af búningnum á facebook síðu Eflingar, Ungmennafélagið Efling, Reykjadal