Umhverfisnefnd stóð fyrir ruslatínslu í gær þar sem tínt var upp rusl meðfram þjóðveginum frá Hólkoti og langleiðina suður að Máskoti annars vegar og hins vegar frá Stóru-Laugum og að þjóðveginum við Hamra, en grunnskólanemendur höfðu í síðustu viku tínt upp rusl á skólasvæðinu á Laugum og norður að Stóru-Laugum. Einnig tíndu nokkrir upp rusl á Fljótsheiðinni.

Alls tóku 50 manns þátt í þetta skiptið og hafa sjaldan verið fleiri. Örlítil rigning féll úr lofti en að öðru leiti var afar gott veður. Þátttakendur voru afar duglegir og tíndu upp mikið magn af rusli.

Að lokinni ruslatínslu var svo boðið til grillveislu í Breiðumýri þar sem allir fengu pylsur og drykki.

Umhverfisnefnd Umf. Eflingar vill þakka öllum þeim sem mættu kærlega fyrir. Þetta var frábær dagur.

Hægt er að sjá fleiri myndir á facebook síðunni; Ungmennafélagið Efling

IMG_9589 IMG_9594 IMG_9600 IMG_9607 IMG_9625