Mikil spenna er að færast í leikinn eftir 3. viku þessa mánaðar. Erfiður seðill og mörg jafntefli gerðu tippurum erfitt fyrir í þessari umferð og stigaskor nokkuð lágt hjá flestum og þar sem 3 þátttakendur voru jafnir með 6 leiki rétta þurfti að grípa í aukareglurnar og það þurfti að fara alla leið í aukareglu nr. 3 til að fá endanlega úr skorið hvernig röðin ætti að vera.

Athygli vakti að nær allir keppendur voru með leik 12. leik á seðilinum réttan en það var jafnteflisleikur milli Preston og Wolves. Greinilega flestir sammála þar.

Staðan eftir 3. umferð í september er þá þannig:

Hnikarr – 15 stig

Daníel – 14 stig

Guðmundur Smári – 13 stig

Sigurður Vopni 9 stig

Bryndís 7 stig

Það er því gríðarleg spenna á toppnum fyrir síðustu umferðina og þrír sem eiga möguleika á að krækja sér í titilinn ,,Tippari mánaðarins“ þennan mánuðinn.

Nánar um stigaskor er hægt að sjá á flipanum um tippleikinn hér að ofan.