Myndin er fenginn af fb síðu Guðnýjar.

Efling var sannarlega fyrirferðamikið í íþróttalífinu um helgina. Hjónin Tómas Gunnarsson og Guðný Grímsdóttir úr Lautum kepptu á Íslandsmótinu í bogfimi í Reykjavík. Tómas datt út í útsláttarkeppni en Guðný gerði sér lítið fyrir og varð Íslandsmeistari í flokki 50 ára og eldri auk þess að ná 3. sæti í opnum flokki. Sannarlega glæsilegur árangur hjá henni.

Karlalið Eflingar í blaki keppti á þriðja og síðasta móti Íslandsmótsins þar sem liðið spilar í 2. deild. Liðið vann 2 leiki og tapaði 3 í þessari umferð og endaði í 6. sæti í heildina af 9 liðum. Þeir sem skipuðu liðið að þessu sinni voru: Ómar Jónsson, Sigurbjörn Árni, Aðalsteinn Már, Ísak Már, Stefán Bogi, Hnikarr og Kristinn Björn.

Síðan má geta þess að lið HSÞ varð Íslandsmeistari í 6. deild kvenna þar sem Efling átti sína fulltrúa.

Óskum við þessu flotta íþróttafólki okkar til hamingju með árangurinn.

Hér fer Lorenzo þjálfari yfir málin með leikmönnum

Efling var með eitt lið í 4. flokki á A-N móti á Húsavík um helgina. Var þetta í fyrsta skiptið sem Efling er með lið í 6 manna blaki í unglingaflokki hingað til hefur Efling einungis verið með í krakkablaki þar sem spila 4 gegn 4.

Liðið spilaði 3 leiki á laugardaginn og 2 leiki á sunnudaginn og voru þetta allt hörkuleikir. Efling sigraði 2 leiki, báða í oddahrinu, en tapaði 3 leikjum þar sem einn tapaðist í oddahrinu og hinir með litlum mun.

Þeir sem tóku þátt í mótinu að þessu sinni voru Stefán Bogi Aðalsteinsson, Inga Sigurrós Þórisdóttir, Auður Friðrika Arngrímsdóttir, Natalia Sól Jóhannsdóttir, Eyrún Anna Jónsdóttir, Arney Dagmar Sigurbjörnsdóttir og Indriði Ketilsson.

(myndirnar tók Svanhildur Kristjánsdóttir)

Liðið sem spilaði á sunnudeginum
Liðið sem spilaði á laugardeginum