Nú er kominn október og vetrarstarfið hefur farið mjög vel af stað og gengur mjög vel. Mjög góð mæting er á allar æfingar hjá Eflingu og er það nauðsynlegt til að hægt sé að halda úti fjölbreyttu íþróttastarfi í ekki stærra félagi en þetta.

Efling verður í fyrsta skipti með lið í Íslandsmóti kk í blaki  í vetur. Liðið mun fara í 3 keppnisferðir í vetur og etja þar kappi við lið af suður- vestur- og norðurlandi. Fyrsta umferðin fer fram á Álftanesi dagana 29. og 30. október.