Nú er sumarstarfið hjá Eflingu komið á fullt. Íþrótta- og fótboltaæfingar eru á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:00 – 18:00 og hafa verið vel sóttar hingað til sem er einkar ánægjulegt.  Golfvöllurinn er í flottu standi en aðeins er búið að breyta brautum og grínum frá því síðasta sumar sem gerir völlinn bara enn meira spennandi.

Þessa vikuna fara fram æfingabúðir HSÞ/UMFÍ á Laugum fyrir 11 – 16 ára krakka. Einnig eru frjálsíþróttaæfingar HSÞ á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 19:00.

Fyrirhuguð þátttaka á Nikulásarmóti núna í júní varð af engu vegna þess að mótið féll niður vegna EM. Ráðgert er að halda það seinnipartinn í ágúst í staðinn.

Stefnt er á þátttöku á Strandarmótinu á Árskógsstönd 9. – 10. júlí og Kíwanismótinu á Húsavík 13. ágúst og þá jafnvel Nikulásarmótinu líka eftir það ef áhugi er á því. Þessi mót eru öll fyrir 6. 7. og 8. flokk strákar og stelpur.