Aðalfundur Eflingar var haldin í kvöld og bar helst á góma að ný stjórn var kosin. Kári Steingrímsson tekur við formennsku, Hanna Sigrún verður áfram ritari og Dúna áfram gjaldkeri. Varamenn eru síðan þeir Baldur Daníelsson og Andri Hnikarr Jónsson. Kosið var í allar nefndir en hægt er að sjá það í flibunum hér að ofan. Við bjóðum nýjan formann og nýja nefndarmenn velkomna til starfa.

IMG_0090
Hanna Sigrún, Kári og Dúna

Íþróttamaður Eflingar var svo útnefndur en það var að þessu sinni Jóhannes Tómasson sem hlaut þá útnefningu. Jóhannes er núverandi Íslandsmeistari í U-18 flokki með sveigboga og einnig Landsmótsmeistari í sama flokki. Félagið óskar Jóhannesi til hamingju með árangurinn á árinu.