Guðmundur Smári og Tómas Gunnarsson kepptu fyrir hönd Eflingar á Reykjavíkurleikunum um helgina. Óhætt er að segja að þetta hafi verið ferð til fjár hjá þeim félögum því Gummi vann til gullverðlauna og Tommi til bronsverðlauna í mótinu, en þeir keppa báðir í flokki sveigboga. Frábær árangur hjá þeim sem er svo sannarlega viðurkenning fyrir það góða starf sem er í gangi í bogfiminefnd Eflingar. Við óskum þeim innilega til hamingju með þennan frábæra árangur.

12525355_1004768969603489_1020102505879400321_o12565480_1004768806270172_7224018387630763525_n12573854_1004768686270184_9173860511288742769_n

 

Myndirnar tók Guðný Ingibjörg Grímsdóttir og þökkum við henni kærlega fyrir það.