Eftir æsispennandi lokaumferð er ljóst að Daníel Örn Sólveigarson hlýtur titilinn ,,Tippari mánaðarins“ fyrir september. Ágætt skor var hjá keppendum þessa síðustu viku fyrir uppgjör og enduðu 2 keppendur jafnir eftir mánuðinn og þurfti að rýna vel í reglubókina til að fá úr því skorið hver væri sigurvegari þessa mánaðar.

Staðan eftir 4 umferðir er því þessi:

Daníel Örn – 20 stig en var oftar með 6 stig (efstur eftir viku)

Hnikarr – 20 stig

Guðmundur Smári – 17 stig

Sigurður Vopni – 11 stig

Bryndís – 10 stig

 

Heildarstigaskor í vetrarleiknum er því þannig eftir 1 mánuð af 8:

Daníel – 8 stig

Hnikarr – 5 stig

Guðmundur Smári – 4 stig

Sigurður Vopni – 3 stig

Bryndís – 2 stig

 

Núna hefst svo nýr mánuður þar sem allir byrja á núlli.  Við ætlum að reyna að fjölga þátttakendum og bjóða fólki að kaupa sig inn í hvern mánuð fyrir sig. Áfram er hægt að kaupa sig inn í allan veturinn með því að borga 10.000 kr en nú er líka hægt að taka þátt 1 og 1 mánuð í einu og greiða fyrir það 1.500 kr á mánuði. Allir þátttakendur telja þó til stiga í heildarstigaskorinu þó menn spili bara 1 mánuð í einu.

 

Við óskum Daníel Erni til hamingju með að vera fyrsti ,,Tippari mánaðarins“ í tippleik Eflingar. Verðlaun verða veitt við formlega athöfn í Dalakofanum fljótlega í næstu viku.