Efling mætti með 2 lið á krakkablaksmót á Akureyrir síðasta laugardag. Yngra liðið keppti í 6. flokki á 1. stig, en þar á að grípa alla bolta og kasta þeim yfir aftur og snúa svo um eina stöðu í hvert skipti. Síðan eru leikmenn úr ef þeir ná ekki að grípa og eru ,,frelsaðir“ aftur ef liðsfélagar grípa 3 bolta í röð.

Eldra liðið keppti svo í 4. flokki á 3. stigi, en þar taka leikmenn á móti fyrsta bolta, grípa annan bolta og senda á smassara sem slá þriðju snertinguna yfir netið. Stig fæst í hvert sinn sem boltinn fer í gólf eða útaf.

Bæði lið stóðu sig mjög vel en íþróttin er ný af nálinni hjá okkur og einungis verið æfð í 3 vikur fyrir mótið.
IMG_9889 IMG_9865

Þar sem okkur langar að fá fleiri með í tippleikinn okkar þá ætlum við að bjóða fólki að vera með í 1 mánuð í einu fyrir 1500 kr. Áfram er þó hægt að borga 10.000 kr fyrir allan veturinn (7 mánuðir eftir).

Það eina sem þarf að gera er að tippa á enska getraunaseðilinn, merkja hann með 650 (ég styð Eflingu) og senda mynd af honum á tippleikureflingar@gmail.com

Daníel Örn var tippari mánaðarins í september og hlaup bol, gjafabréf á hamborgarafabrikkuna og kassa af kók í dós í verðlaun. Þeir sem lentu í 2. – 5. sæti fengu svo kippu af kók í dós í verðlaun.

IMG_1312 IMG_1313

BÚNINGAPÖNTUN

2. pöntun á hinum geysivinsælu Eflingarbúningum verður send inn næsta mánudag. Þeir sem hafa áhuga á að vera með í þeirri pöntun þurfa að senda okkur upplýsingar helst fyrir helgi, í síðasta lagi um helgina.

Treyjurnar er hægt að fá stutt- og langerma. Þær verða með merki félagsins og lógói styrktaraðila að framan. Hægt er að fá nafn og númer á bakið.

Stærðinar á treyjum og buxum eru:
6 – 8 (ára)
10 – 12 (ára)
14 – 16 (ára)
Small
Medium
Large
X – large

Stærðir á sokkum:
28-31
32-35
36-30
41-45

Verð á settinu (treyja, buxur og sokkar):
Án númers og nafns: 4000 kr
Með númeri og/eða nafni: 5000 kr

Verð á stökum flíkum:
Treyja án merkinga: 2500 kr
Treyja með merkingu: 3500 kr
Buxur: 1500 kr
Sokkar 1000 kr

Til að panta þarf að senda tölvupóst á umfefling@gmail.com með eftirfarandi upplýsingum:
Nafn þess sem pantar
Stærð á treyju
Stærð á buxum
Stærð á sokkum
Númer á treyju ef þess er óskað
Áletrun á treyju ef þess er óskað

Hægt er að sjá mynd af búningnum á facebook síðu Eflingar, Ungmennafélagið Efling, Reykjadal