Efling ætlar að standa fyrir tippleik í fjáröflunarskyni í vetur þar sem tippað verður á enska seðilinn hjá 1×2 og afrit/mynd af honum sendur á netfangið tippleikureflingar@gmail.com

Hægt er að kynna sér reglurnar og þátttökuskilyrði á síðu tippleiksins hér á heimasíðu félagsins.

Vinningar eru ekki af verri endanum. Veitt verða verðlaun í hverjum mánuði fyrir stigahæstu tipparana og svo verða veitt verðlaun í lok leiksins. Leikurinn stendur frá miðjum september og út apríl.

10.000 kr kostar að vera með en meðal vinninga má nefna 32″ sjónvarp frá Vikurraf, 50.000 kr gjafabréf hjá Gaman Ferðir sem sjá um að skipuleggja m.a. fótboltaferðir á enska boltann, kvöldverðarhlaðborð fyrir 2 á Narfastöðum í Reykjadal,  Eflingartreyjur, gjafakort hjá Hamborgarafabrikkunni og ýmislegt fleira.

Greiða þarf þátttökugjaldið og senda staðfestingu á netfangið tippleikureflingar@gmail.com áður en fyrsta seðlinum er skilað inn. Hægt er að sjá reikningsnúmer og kennitölu félagsins hér til hliðar á síðunni.

Fyrsti seðill sem spilaður verður í leiknum er helgina 12. og 13. september.

Leikurinn er opinn öllum sem vilja taka þátt og þurfa tipparar því ekki að vera meðlimir í félaginu til þess að vera með í tippleiknum.