Mikil spenna er að færast í leikinn eftir 3. viku þessa mánaðar. Erfiður seðill og mörg jafntefli gerðu tippurum erfitt fyrir í þessari umferð og stigaskor nokkuð lágt hjá flestum og þar sem 3 þátttakendur voru jafnir með 6 leiki rétta þurfti að grípa í aukareglurnar og það þurfti að fara alla leið í aukareglu nr. 3 til að fá endanlega úr skorið hvernig röðin ætti að vera.

Athygli vakti að nær allir keppendur voru með leik 12. leik á seðilinum réttan en það var jafnteflisleikur milli Preston og Wolves. Greinilega flestir sammála þar.

Staðan eftir 3. umferð í september er þá þannig:

Hnikarr – 15 stig

Daníel – 14 stig

Guðmundur Smári – 13 stig

Sigurður Vopni 9 stig

Bryndís 7 stig

Það er því gríðarleg spenna á toppnum fyrir síðustu umferðina og þrír sem eiga möguleika á að krækja sér í titilinn ,,Tippari mánaðarins“ þennan mánuðinn.

Nánar um stigaskor er hægt að sjá á flipanum um tippleikinn hér að ofan.

Nú er 2. umferð lokið í tippleiknum og bætist aðeins í hópinn. Við minnum á að alltaf er hægt að koma inní leikinn en gott væri fyrir menn að missa ekki af fyrsta mánaðaruppgjörinu. Þannig geta menn krækt sér í nokkur stig í heildarkeppninni.

Seðillinn var nokkuð erfiður þessa vikuna eins og þá síðustu en þátttakendum gekk þó þokkalega.

Staðan eftir 2 umferðir er nú þessi:

Andri Hnikarr – 11 stig

Guðmundur Smári – 10 stig

Daníel Örn – 8 stig

Bryndís – 5 stig

Sigurður Vopni 4 stig

 

Nú eru 2 umferðir eftir í þessum mánuði (3. okt mun telja sem september) og því allt að 12 stig í boði fyrir tippara.

Tippleikurinn verður í gangi í allan vetur og er tvíþættur. Annars vegar er keppt um ,,Tippari mánaðarins“ í hverjum mánuði og síðan ,,Tippari ársins“ yfir allan veturinn. Því geta menn komið inní leikinn hvenær sem er og mjög góðir möguleikar á vinningi.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um stöðu mála undir flipanum ,,Tippleikurinn“ hér að ofan.

Tippleikur Eflingar er kominn af stað. Fólk var þó nokkuð rólegt svona í byrjun vetrar því aðeins skiluðu 4 inn röð í fyrstu umferð. Þessir einstaklingar hafa því náð í sín fyrstu stig þennan veturinn.

Vikan var nokkuð jöfn og voru 3 af 4 jafnir á toppnum með 7 rétta og þurfti því að grípa í reglubókina til að úrskurða um endanlega röð þeirra. Þar telur fyrst fjöldi leikja með ,,einfalt“ viðmerki (s.s. ekki tví- eða þrítryggður).  Því næst telja réttir leikir með einf. + tvítryggingu.

Eftir að fengið endanlegan úrskurð byggðan á þessari reglu er röð þátttakenda og stigaskor þessa vikuna þessi:

1. Andri Hnikarr – 6 stig

2. Daníel Sólveigarson – 5 stig

3. Guðmundur Smári – 4 stig

5. Bryndís Pétursdóttir – 3 stig

Nánari upplýsingar um stöðu og útreikning má finna hér.