Eyhildur og Tanja viktor að skjótaNokkrir vaskir krakkar skelltu sér á knattspyrnumót á Húsavík um um síðustu helgi. Efling mætti með lið í 7. flokki stráka og í 6. flokki stelpna og voru krakkarnir félaginu svo sannarlega til sóma. Gott veður og flott umgjörð um mótið gerði mótið enn skemmtilegra. Leikmenn klæddust nýju Eflingarbúningunum í fyrsta skipti á fótboltamóti og voru þau svo sannarlega glæsileg. Hægt er að sjá fleiri myndir af mótinu á facebook síðu Eflingar.

 

 

 

strákaliðið
Standandi: Jóel og Viktor Krjúpandi: Sváfnir, Helgi Smári og Pétur Friðrik
Stelpuliðið
Standandi: Íshildur, Tanja og Elva Rut Liggjandi: Eyhildur

 

SDC11729
Jóhannes og Ásgeir og Tístran við keppni
SDC11737
3 Eflingarmenn á palli á Unglingalandsmóti UMFÍ 2015

Unglingaliðið okkar í bogfimi hefur keppt á 2 mótum í sumar. Um miðjan júní varð Ásgeir Ingi Unnsteinsson Íslandsmeistari utanhúss í flokki U-18 með sveigboga eftir harða keppni við félaga sinn Jóhannes Tómasson.

Aftur voru þeir félagar síðan í aðalhlutverki á Unglingalandsmóti UMFÍ á Akureyri um verslunarmannahelgina. Þar snérist hins vegar dæmið við og varð Jóhannes Unglingalandsmóts-meistari í flokki 15 – 18 ára en Ásgeir lenti þar í öðru sæti. Í þriðja sæti varð svo enn einn Eflingarmaður,  Tístran Blær Karlsson, svo óhætt er að segja að við eigum bestu unglinga landsins í greininni. Stefán Bogi Aðalsteinsson keppti líka á mótinu í flokki 12 – 14 ára og stóð sig vel þó ekki næði hann á verðlaunapall að þessu sinni.

SDC11704
Ásgeir Íslandsmeistari utanhúss 2015 og Jóhannes í 2. sæti

Við óskum þessum drengjum og bogfimi-nefnd Eflingar til hamingju með árangur sumarsins.