Frá miðvikudeginum.
Frá miðvikudeginum.

Efling stóð fyrir golfnámskeiði þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag í þessari viku. Námskeiðið var frítt fyrir þátttakendur og gátu menn mætt ýmist 1, 2 eða alla 3 dagana. Þjálfari var Guðmundur Smári.

Alls sóttu 8 manns námskeiðið þessa dagana, sumir einn dag og einhverjir 2 daga. Veðrið lék svo sem ekkert við okkur en var samt alveg þolanlegt fyrstu 2 dagana en á fimmtudaginn var mjög fínt veður.

Þökkum öllum sem komu fyrir að mæta og vonandi hefur þessi reynsla verið til að ýta undir golfáhuga þeirra sem mættu.