

Guðný Þorbergsdóttir og Guðmundur Smári Gunnarsson stóðu uppi sem sigurvegarar á 17. júní-golfmóti Eflingar sem haldið var í dag á golfvellinum á Laugum. Spilað var með fyrirkomulaginu Texas scramble þar sem 2 spila saman, slá báðir í hvert skipi og velja svo hvaða bolta þeir vilja nota. Þátttakendur voru alls 8 í 4 liðum og keppnin var æsispennandi. Eins og fyrr segir unnu þau Guðný og Gummi en úrslit voru á þessa leið:
1. sæti: Guðný Þorbergsdóttir og Guðmundur Smári Gunnarsson
2. sæti: Guðmundur E. Lárusson og Birna Óskarsdóttir
3. sæti: Freyþór Hrafn Harðarson og Andri Hnikarr Jónsson
4. sæti: Anna Jóhanna Guðmundsdóttir og Elvar Baldvinsson

Golfnefndin óskar keppendum til hamingju með árangurinn. Einnig vill nefndin þakka sundlauginni á Laugum sérstaklega en þeir gáfu sundkort sem voru í verðlaun fyrir 1. og 2. sætið.