IMG_1269
Mummi sló fyrsta golfhöggið á fyrsta golfmóti Eflingar
IMG_1285
Guðný og Gummi sigurvegarar

Guðný Þorbergsdóttir og Guðmundur Smári Gunnarsson stóðu uppi sem sigurvegarar á 17. júní-golfmóti Eflingar sem haldið var í dag á golfvellinum á Laugum. Spilað var með fyrirkomulaginu Texas scramble þar sem 2 spila saman, slá báðir í hvert skipi og velja svo hvaða bolta þeir vilja nota. Þátttakendur voru alls 8 í 4 liðum og keppnin var æsispennandi. Eins og fyrr segir unnu þau Guðný og Gummi en úrslit voru á þessa leið:

1. sæti: Guðný Þorbergsdóttir og Guðmundur Smári Gunnarsson

2. sæti: Guðmundur E. Lárusson og Birna Óskarsdóttir

3. sæti: Freyþór Hrafn Harðarson og Andri Hnikarr Jónsson

4. sæti: Anna Jóhanna Guðmundsdóttir og Elvar Baldvinsson

IMG_1287
Þátttakendur á fyrsta golfmóti Eflingar

Golfnefndin óskar keppendum til hamingju með árangurinn. Einnig vill nefndin þakka sundlauginni á Laugum sérstaklega en þeir gáfu sundkort sem voru í verðlaun fyrir 1. og 2. sætið.

Halli Bó og Hnikarr formaður
Halli Bó og Hnikarr formaður

1367663818

Í dag var loksins gengið frá samningi við Dalakofann vegna sláttar og þrifa við tjaldaðstöðu fyrirtækisins. Samstarfið hófst í maí en ekki náðist að klára að skrifa undir samninginn fyrr en nú sökum þess að formaður Eflingar var í fríi. Það voru þeir Haraldur Bóasson, eigandi Dalakofans, og Andri Hnikarr, formaður Umf. Eflingar, sem skrifuðu undir samninginn.

skjoldur2015-v2-hvittHátíðarhöldin fara fram á íþróttavellinum og í næsta nágrenni

Dagskrá:

Kl. 13.00 Andlitsmálun og blöðrusala í vallarhúsi

Kl. 13:45 Skrúðganga á íþróttavellinum

Dagskrá á vellinum:

Ávarp fjallkonu

Hátíðarræða – Hanna Þórsteinsdóttir

Leikir og þrautir

Pylsur, svalar, gos og nammi til sölu

Kl. 15.30 Bíósýning í Þróttó – (ókeypis aðgangur)

Kl. 15:30 17.júní-golfmót Eflingar – Texas Scramble, dregið í lið (þátttökugjald 1000 kr á mann)

 

 

ATH. Posi á staðnum.

Mætum öll og skemmtum okkur saman.

Umf. Efling