skjoldur2015-v2-hvittEins og þið vitið þá er skjaldborgin okkar orðin fullmótuð og er það ánægjulegt. Við gerðum því nýtt lógó fyrir Eflingu sem þið hafið eflaust séð núna undanfarið í fréttum okkar og á heimasíðunni okkar. Það var hann Jónas Stefánsson, betur þekktur sem Jonni, sem hannaði fyrir okkur þetta glæsilega lógó með skjaldborginni á. Við þökkum honum kærlega fyrir og bendum hiklaust á þennan margmiðlunarfræðing ef ykkur vantar hjálp við grafíska hönnun, áhugasamir geta náð í hann í síma 7718024 eða á netfanginu jonni@jonni.is.
10333747_10152132169941272_8820521843013612678_o

skjoldur2015-v2-hvittÍ vikunni gerðu Jarðböðin við Mývatn og Umf. Efling 1 árs samstarfssamning sín á milli. Jarðböðin við Mývatn eru því orðin einn af aðalstyrktaraðilum Umf. Eflingar og fullmótuðu skjaldborgina okkar. Þeir Andri Hnikarr og Gunnar Atli gerðu þennan samstarfssamning.

Jardbodin isl