Efling býður öllum sem vilja prófa bogfimi að æfa frítt frá 27. apríl til 11. maí. Ekkert þarf að hafa með sér nema áhugann og góða skapið. Efling skaffar allan nauðsynlegan búnað.

Æfingar eru sem hér segir:Bogfimimerki

Mánudagar kl. 19:00 – 21:00

Laugardagar kl. 12:00 – 14:00

Þjálfari er Guðmundur Smári Gunnarsson

 

Krakkar yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum sem geta aðstoðað þau.

 

Endilega kíkið og prófið.

Capture Capture2

Tökum við pöntunum á nýjum félagsbúningum Eflingar. Búningarnir eru frá Hummel og verða með merki félagsins á vinstra brjósti og lógói styrktaraðila framan á kviðnum. (Ath að sokkarnir eru líka bláir og hægt er að fá bolina bæði stutt- og langerma)

Verð á settinu:

Án númers og nafns: 4000 kr

Með númeri og nafni: 5000 kr

(einnig hægt að panta stakar flíkur: bolur: 2500 kr án prentunar, 3500 kr með nafni og númeri, buxur: 1500 kr, sokkar: 1000 kr)

Félagið verður með bás á opnum degi framhaldsskólans á sumardaginn fyrsta þar hægt verður að máta og tekið verður við pöntunum. Einnig er svo hægt að panta búning með því að senda tölvupóst á umfefling@gmail.com

Umf. Efling gerði góða ferð á Íslandsmótið í bogfimi sem fram fór í Bogfimisetrinu í Reykjavík dagana 18. og 19. apríl s.l. Alls tóku 8 félagsmenn þátt í mótinu og uppskáru 1 gull, 2 silfur og 1 brons, en allt okkar lið keppir í flokki sveigboga

Tómas Gunnarsson fékk silfur í fullorðinsflokki en hann var einungis 1 stigi frá því að komast í bráðabana um Íslandsmeistaratitilinn. Guðmundur Smári lenti síðan í 4 sæti.

Jóhannes Tómasson varð Íslandsmeistari í unglingaflokki en Efling átti verðlaunahafa í þeim flokki því Ásgeir Unnsteinsson fékk silfur og Arnar Freyr fékk brons.

Aðrir keppendur Eflingar í mótinu voru: Unnsteinn Ingason, Guðný Grímsdóttir og Stefán Bogi Aðalsteinsson og stóðu þau sig líka mjög vel.

Jói í bogfimi
Jóhannes að skjóta
Bogfimi á Íslandsmóti 2015
Keppendur Umf. Eflingar á Íslandsmótinu 2015

Hægt er að sjá fleiri myndir af mótinu á facebook síðu bogfiminefndar með því að klikka á bogfimi – tengilinn hér hægra megin á síðunni.