Nú er 2. umferð lokið í tippleiknum og bætist aðeins í hópinn. Við minnum á að alltaf er hægt að koma inní leikinn en gott væri fyrir menn að missa ekki af fyrsta mánaðaruppgjörinu. Þannig geta menn krækt sér í nokkur stig í heildarkeppninni.

Seðillinn var nokkuð erfiður þessa vikuna eins og þá síðustu en þátttakendum gekk þó þokkalega.

Staðan eftir 2 umferðir er nú þessi:

Andri Hnikarr – 11 stig

Guðmundur Smári – 10 stig

Daníel Örn – 8 stig

Bryndís – 5 stig

Sigurður Vopni 4 stig

 

Nú eru 2 umferðir eftir í þessum mánuði (3. okt mun telja sem september) og því allt að 12 stig í boði fyrir tippara.

Tippleikurinn verður í gangi í allan vetur og er tvíþættur. Annars vegar er keppt um ,,Tippari mánaðarins“ í hverjum mánuði og síðan ,,Tippari ársins“ yfir allan veturinn. Því geta menn komið inní leikinn hvenær sem er og mjög góðir möguleikar á vinningi.

Hægt er að sjá nánari upplýsingar um stöðu mála undir flipanum ,,Tippleikurinn“ hér að ofan.